lgn.is - 08.03.2013 - Tilkynning um breytingu ß r÷­un Ý vi­mi­unarver­skrß
Haf­u samband

LYFJASTOFNUN

Vínlandsleið 14, 113 Reykjavík

Sími 520 2100

Netfang: [email protected]


 

 

08.03.2013 - Tilkynning um breytingu ß r÷­un Ý vi­mi­unarver­skrß
08.03.2013 - 08.03.2013 - Tilkynning um breytingu ß r÷­un Ý vi­mi­unarver­skrß

Lyfjagreiðslunefnd barst beiðni um að endurskoða og breyta flokkun tiltekinna lyfja í viðmiðunarflokka. Bent var á að neðangreindar pakkningar flokkist ekki saman í viðmiðunarverðskrá þar sem pakkningastærðir lyfjanna falla í mismunandi viðmiðunarflokkun.  Einnig var vísað í að SÍ beinir þeim tilmælum til apóteka að þau afgreiði hagkvæmustu pakkningu lyfja, sem erfitt sé fyrir apótekin að verða við þar sem framgreindar pakkningar séu ekki saman í viðmiðunarverðflokk og því óútskiptanlegar við hvor aðra.

Um er að ræða eftirfarandi pakkningar:

Metformin Bluefish 1000 mg, 60 stk / Glucophage og Metfomin Actavis 1000 mg, 30 stk. annars vegar og Nimvastid 1,5 mg, 28 stk / Exelon 1,5 mg, 56 stk. hins vegar.

Lyfjagreiðslunefnd tók ofangreinda beiðni til umfjöllunar og ákvörðunar á 183. fundi nefndarinnar, þann 31. janúar s.l. Nefndin ákvað að verða við beiðninni og raða framgreindum lyfjum saman í viðmiðunarverðskrá frá og með gildistöku nýs greiðsluþátttökukerfis sem áætlað er að taki gildi 4. maí n.k.

Jafnframt var ákveðið að í framtíðinni verði allar pakkningar sem innihalda metformin 1000 mg saman í viðmiðunarverðflokki þar sem alltaf er um viðhaldsskammt að ræða en ekki upphafsskammt.

Nefndin telur mikilvægt að ofangreint taki gildi frá og með gildistöku nýs greiðsluþátttökukerfis og geri þar með sjúklingum sem þurfa á sykursýkislyfjum að halda að velja hagkvæmustu pakkningu sem ekki er mögulegt ef pakkningar eru ekki saman í viðmiðunarflokki.

Við ákvörðun á viðmiðunarverðflokki á rigvastigmin var litið til þess að upphafsskammtur er 1,5 mg tvisvar á dag og því er 28 stk. pakkningin hagkvæmasta upphafspakkningin og 56 stk. pakkning er einnig eingöngu upphafspakkning en ekki eins hagkvæm.