lgn.is - 05.09.2012 Breytt vi­mi­ vegna skilyrtrar grei­slu■ßttt÷ku.
Haf­u samband

LYFJASTOFNUN

Vínlandsleið 14, 113 Reykjavík

Sími 520 2100

Netfang: [email protected]


 

 

05.09.2012 Breytt vi­mi­ vegna skilyrtrar grei­slu■ßttt÷ku.
05.09.2012 - 05.09.2012 Breytt vi­mi­ vegna skilyrtrar grei­slu■ßttt÷ku.

Á vef velferðarráðuneytisins er komin frétt um breytt viðmið  vegna skilyrtrar greiðsluþátttöku.

M.a. kemur fram

"Velferðarráðherra hefur ákveðið breytingu á reglugerð nr. 403/2010 sem varðar skilyrta greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga Íslands við kaup á tilteknum lyfjum. Breytingin er sambærileg og gerð var í maí síðastliðnum vegna greiðsluþátttöku sjúkratrygginga í geðrofslyfjum.

Lyfjaflokkarnir sem reglugerðarbreytingin tekur til eru meltingarfæralyf í flokki prótónpumpuhemla (AO2BC), blóðfitulækkandi lyf (C10A), blóðþrýstingslækkandi lyf (C09), beinþéttnilyf (M05B), astmalyf (R03A, R03B) og þunglyndislyf (N06AB, N06AX).

Reglugerðarbreytingin varðandi framantalda lyfjaflokka felst í því að í stað þess að skilyrða þak vegna greiðsluþátttöku þannig að ekki sé greitt fyrir lyf sem eru dýrari en nemur tilteknu hlutfalli af lægsta einingaverði eða dagskammti, líkt og verið hefur, er viðmiðið bundið ákveðinni krónutölu.

Auk þessa er bætt við nýjum lyfjaflokkum í flokki lyfja sem seld eru í lausasölu og njóta ekki niðurgreiðslu sjúkratrygginga nema að uppfylltum ákveðnum skilyrðum sem tilgreind eru í reglugerðinni."

Sjá nánar hér http://www.velferdarraduneyti.is/frettir-vel/nr/33495

Hér er svo samantekið í töflu hver nýju þökin eru.

 

Heiti flokks og ATC

Viðmið þak í krónum

Viðmið einingar

GRÞ merking

Magasýrulyf A02BC

52

Magn

E

Blóðfitulyf C10A

26

Magn

E

Blóðþrýstingslækkandi lyf C09C-D-X

38

Magn

B

Beinþéttnilyf M05B

46

DDD

E

Astma lyf R03A-B

254

DDD

B

Þunglyndislyf N06AB N06AX

70

Magn

B

Geðrofslyf N05A

600

DDD

*