lgn.is - 20.08.2012 Reglur um sölu lyfjaheildsala á lyfjum sem fallið hafa úr lyfjaverðskrá vegna birgðaskort
Hafðu samband

LYFJASTOFNUN

Vínlandsleið 14, 113 Reykjavík

Sími 520 2100

Netfang: [email protected]


 

 

20.08.2012 Reglur um sölu lyfjaheildsala á lyfjum sem fallið hafa úr lyfjaverðskrá vegna birgðaskort
20.08.2012 - 20.08.2012 Reglur um sölu lyfjaheildsala á lyfjum sem fallið hafa úr lyfjaverðskrá vegna birgðaskort

 

Í kjölfar fyrirspurna lyfjaheildsala um hvaða reglur gildi um sölu lyfja sem fallið hafa úr lyfjaverðskrá vegna birgðaskorts vilja Lyfjastofnun og lyfjagreiðslunefnd koma eftirfarandi á framfæri.

1.     Lyf á viðmiðunarverðskrá: Þegar lyf, sem er á viðmiðunarverðskrá, fellur úr lyfjaverðskrá vegna birgðaskorts, verður fáanlegt aftur, er heildsölum óheimilt að selja lyfið fyrr en það hefur verið endurbirt. Þetta gildir um sölu til allra viðskiptavina.


2.     Lyf ekki á viðmiðunarverðskrá: Þegar lyf, sem ekki er á viðmiðunarverðskrá, fellur úr lyfjaverðskrá vegna birgðaskorts, er heildsölum ekki heimilt að selja lyfið fyrr en það hefur verið endurbirt. Þetta gildir um sölu til allra viðskiptavina. Fái heildsölur birgðir í hendur eftir að tímafrestur til að óska endurbirtingar í lyfjaskrám er liðinn  geta þær haft samband við Lyfjastofnun til að fá heimild til sölu lyfsins og lyfjagreiðslunefnd með beiðni um birtingu í lyfjaverðskrá á því tímabili sem lyfjaverðskráin er í vinnsluferli. Hér er um sértækt úrræði að ræða sem beitt mun í undantekningartilvikum. Lyfjagreiðslunefnd beitir ekki heimild sinni til að fella lyf úr lyfjaverðskrá, sem ekki er í viðmiðunarverðskrá, nema lyf sé ekki fáanlegt mánuðum saman.


3.     Sala birgða eftir að lyf fellt úr lyfjaverðskrá: Einungis lyfjabúðum, (ekki lyfjaheildsölum), er heimilt að selja lyf í 90 daga eftir að lyf fellur úr lyfjaverðskrá vegna birgðaskorts til að klára birgðir keyptar fyrir niðurfellingu.


4.      Lyf tekin af biðlista: Lyf (pakkningar, styrkleikar, lyfjaform) skal ekki fella úr biðlista heildsölu þó að það sé ekki fáanlegt í lengri tíma, nema það sé fyrst fellt úr lyfjaskrám (lyfjaverðskrá og Sérlyfjaskrá).